Furðulegast

af öllu að tilkynna um niðurfellingu núna, en ekki taka ákvörðun fyrr. Ef "tilraunin" á síðasta ári gaf svo slæma raun, skil ég ekki hvers vegna boðið var upp á flugið með möguleika á kaupum (og fullri greiðslu) frá janúar mánuði. Hvað ætli Iceland Express skuldi mér í vexti ???

Ég á erfitt með að sjá hvernig maður getur "vúrderað" sumarið 2008, í lok maj mánaðar. Einhverjir hafa þegar pantað flug, en flestir eiga enn eftir að taka endanlega ákvörðun um ekki bara hvort, heldur líka hvenær maður leggur land undir fót.

Fyrir mína fjölskyldu breytir þetta ekki ákvörðuninni um að heimsækja æskustöðvarnar í sumar, en setur okkur í miklu verri stöðu, þar sem við neyðumst nú til að lenda á flugvelli í öðrum landshluta. Ég er því pirruð og ergileg.Frown


mbl.is Iceland Express gefst upp á Egilsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Skil þig vel......... Gvöð hvað allt er orðið dýrt hér á landinu.......... Við hjónin ætlum bara í 1 ferð með hjólhýsið þe unglingalandsmót.     Eldsneytið hér er bara klikkkað :(

Erna Friðriksdóttir, 21.6.2008 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband