Þetta er spurning um að taka ábyrgð

 

Ég er steinhissa á æsingnum í fólki yfir að fella þurfti dýrið. Það er ósköp rómantísk afstaða að vilja bjarga dýrinu, en það er um að ræða stórhættulegt dýr, sem er enn hættulegra en ella, þar sem það að öllum líkindum er hungrað eftir langa veru á Íslandi, án mikilla möguleika að afla sér matar.

Þetta minnir mig á, hér fyrir nokkrum árum, þegar tígrisdýr slapp úr búri sínu í dýragarði hér í mínum heimabæ í Danmörku (200 metra frá heimili mínu, og maðurinn minn úti að hlaupa!!!). Dýrið var einnig fellt þá, af öryggisástæðum, þótt eflaust hefði verið "hægt" að ná því lifandi. Þeir sem tóku ábyrgð á því, vildu einmitt ekki eiga á hættu að eitthvað færi úrskeiðis.

En óánægjuraddirnar eftir atburðinn voru einmitt yfirgnæfandi þá líka, og 'EG SKIL EINFALDLEGA EKKI svoleiðis afstöðu.

 


mbl.is Ísbjörninn felldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

Þetta er fólk sem hugsar með hjartanu en ekki hausnum.

Af sjálfsögðu átti að skjóta dýrið, þetta er hættulegasta dýrið hér á norðurslóðum og þegar fólki gæti mögulega stafað hætta af því, þá á ekki að hika við að skjóta það.

Þó svo það væri ekki nema bara til þess eins að lina hvalir þess, eftir nokkra mánaða sult.

Baldvin Mar Smárason, 3.6.2008 kl. 16:01

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Að fella tígrisdýrið var hárrétt. Ekki endilega það sem menn hefðu kosið, en hárrétt. Þeir sem hæst höfðu í gagnrýni á drápið hefðu líka haft hæst ef dýrið hefði banað einhverjum í tilraun til að fanga það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.6.2008 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband