4.12.2008 | 20:53
Hryllingur...
...að stjórnvöld leyfi sér að eyða dýrmætu lánsfé í að halda genginu uppi.
Það gerist ekkert raunhæft á gengismarkaði, fyrr en hann verður opnaður að fullu.
Það er ekki hægt að komast hjá að krónan falli, en betra að það gerist fyrr en seinna, því í millibilsástandinu streymir fé úr landinu. Krónan nær jafnvægi eftir ákveðinn tíma, saman hvenær þetta gerist.
Fleyting gekk framar vonum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.9.2008 | 10:58
Hid rétta er
ad vélin var nýfarin í loftid frá Billund, á leid til Lanzarote. Bilunin uppgötvadist eftir flugtak, og thess vegna var vélin full af eldsneyti.
Hverjir thýda erlendar fréttir fyrir Mbl. ??
Nauðlenti í Kaupmannahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.7.2008 | 22:06
Hvar get ég fengið dobbelt fitusog....
og strekkingar hist og pist á morgun eða hinn???
Er að koma til Íslands um helgina, og þetta ár er liðið, sem ég ætlaði að nota til að leggja af og verða fit og fín áður en ég kæmi til Íslands næst. Tíminn útrunninn !
Mæti með öðrum orðum í sama holdafari og síðast þegar ég var á Fróni, í besta falli. Get ekki frestað för, miðarnir keyptir og atvinnurekendur hafa gefið grænt ljós á akkurat þessar vikur.
Damn!!
Getur maður ekki farið í einhverja vafninga sem bræða af manni svona eins og nokkra lítra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.6.2008 | 12:47
Fullmikið gert úr þessu
Ég þekki vel þessar reglur skólanna, þetta er eins hér í DK, og mínir krakkar eru á svipuðum aldri.
Málið á sér margar hliðar. Á annan bóginn er verið að stuðla að samkennd í bekk, það er engin ástæða til að skilja börn útundan á fyrstu skólaárunum. Skólinn hvetur því foreldra til að barn bjóði öllum (annaðhvort strákum eða stelpum, eða öllum bekknum). Vilji foreldrar hafa þetta öðruvísi, er þeim það að sjálfsögðu frjálst, en þá er boðskortum dreift utan skólans. Því miður er það nefnilega svoleiðis, að það eru sömu börnin sem eru útundan hvað eftir annað, og ömurlegt að sjá skólafélagana fá boðskort fyrir framan nefið á sér, og vera aldrei með í hópnum.
Á hinn bóginn er fyllilega rétt að börn eiga ekki skap saman af fleiri ástæðum, og þeim mun eldri sem börnin eru er erfiðara að halda því til streitu að bjóða börnum sem aldrei hafa verið félagar barnsins. Hér er mikilvægt að þeim börnum sem er boðið, fái boðskortið annars staðar en í skólanum, og að það sé ekki valið frá (þau börn sem maður EKKI vill bjóða), heldur að það sé valið til (börnin sem maður vill bjóða). Kannski 5 strákar af 10, eða í þeim dúr.
Þegar þetta er sagt (skrifað), er ég gáttuð á að þetta dæmi lendi í fjölmiðlum, og málaferlum.
Hefði ekki verið nóg að áminna foreldra um reglur skólans, og taka málið upp á foreldrafundi???????
Barnaafmæli veldur uppnámi í Svíþjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.6.2008 | 19:28
Furðulegast
af öllu að tilkynna um niðurfellingu núna, en ekki taka ákvörðun fyrr. Ef "tilraunin" á síðasta ári gaf svo slæma raun, skil ég ekki hvers vegna boðið var upp á flugið með möguleika á kaupum (og fullri greiðslu) frá janúar mánuði. Hvað ætli Iceland Express skuldi mér í vexti ???
Ég á erfitt með að sjá hvernig maður getur "vúrderað" sumarið 2008, í lok maj mánaðar. Einhverjir hafa þegar pantað flug, en flestir eiga enn eftir að taka endanlega ákvörðun um ekki bara hvort, heldur líka hvenær maður leggur land undir fót.
Fyrir mína fjölskyldu breytir þetta ekki ákvörðuninni um að heimsækja æskustöðvarnar í sumar, en setur okkur í miklu verri stöðu, þar sem við neyðumst nú til að lenda á flugvelli í öðrum landshluta. Ég er því pirruð og ergileg.
Iceland Express gefst upp á Egilsstöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.6.2008 | 14:23
Þetta er spurning um að taka ábyrgð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.5.2008 | 19:06
Sumar og sól
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.5.2008 | 08:23
Farin í fríið...........
Við stingum af til Englands í fótbolta og shoppingferð.
Eigiði góða langa helgi allesammen.
Ég vona bara að ég komist fyrir í flugsætinu. Hér kemur mynd af mér í kattabúningnum, myndin er tekin á öskudaginn.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.4.2008 | 21:08
Leti
Óttaleg blogleti hefur verið að hrjá mig, og sama hvað ég reyni finnst mér ég ekki hafa neitt spennó að skrifa um. Ætlum að vísu til Englands í næstu viku, verðum í 4 daga, og ætlum að sjá fótbolta í Stoke. En það er fyrst spennandi að tala um þegar við komum heim aftur
Hér er sumarið aðeins farið að láta á sér kræla, en ég þori varla að skrifa það. Venjulega er eins og við manninn mælt, ef maður hrósar góða veðrinu fer að þykkna í því, draga fyrir sólu, og þar fram eftir götunum.
Fór á listasafn í dag, með vinnunni. Flott og fínt, en það eru yfirleitt bara einstaka listaverk sem hafa áhrif á mig, ég varð hrifin af ca. 4 málverkum og einni styttu dag. Restina renndi ég bara yfir.
Núna ætla ég að fara að koma þessu sofandi liði úr sófanum yfir í rúmin (NB fjölskyldunni). Fer sjálf á hausinn inn í rúm hvað á hverju. Góða nótt gott fólk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.4.2008 | 04:31
Blómkálssalat
Verð að setja inn nýjustu uppfinninguna í eldhúsinu. Þurfti í hraði að finna upp á nýjum grænmetisrétti í gær, var annars með hakkebøf úr hjartarkjöti og gulrótartzatziki.
Tilbehør nr. 2 varð svo til úr einum blómkálshaus sem ég lagði í bleyti/skolaði og plokkaði svo í minni bita. Lagði á fat. Dreifði hálfum hringjum af rauðlauk yfir. Blandaði saman sýrðum rjóma og mangochutney, saxaði epli smátt og blandaði í dressinguna, hellti yfir salatið. Skreytti með furuhnetum.
Þetta bragðaðist virkilega vel, og passaði með eindæmum vel við hjartar"frikadellurnar".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég er steinhissa á æsingnum í fólki yfir að fella þurfti dýrið. Það er ósköp rómantísk afstaða að vilja bjarga dýrinu, en það er um að ræða stórhættulegt dýr, sem er enn hættulegra en ella, þar sem það að öllum líkindum er hungrað eftir langa veru á Íslandi, án mikilla möguleika að afla sér matar.
Þetta minnir mig á, hér fyrir nokkrum árum, þegar tígrisdýr slapp úr búri sínu í dýragarði hér í mínum heimabæ í Danmörku (200 metra frá heimili mínu, og maðurinn minn úti að hlaupa!!!). Dýrið var einnig fellt þá, af öryggisástæðum, þótt eflaust hefði verið "hægt" að ná því lifandi. Þeir sem tóku ábyrgð á því, vildu einmitt ekki eiga á hættu að eitthvað færi úrskeiðis.
En óánægjuraddirnar eftir atburðinn voru einmitt yfirgnæfandi þá líka, og 'EG SKIL EINFALDLEGA EKKI svoleiðis afstöðu.