25.4.2008 | 21:08
Leti
Óttaleg blogleti hefur verið að hrjá mig, og sama hvað ég reyni finnst mér ég ekki hafa neitt spennó að skrifa um. Ætlum að vísu til Englands í næstu viku, verðum í 4 daga, og ætlum að sjá fótbolta í Stoke. En það er fyrst spennandi að tala um þegar við komum heim aftur
Hér er sumarið aðeins farið að láta á sér kræla, en ég þori varla að skrifa það. Venjulega er eins og við manninn mælt, ef maður hrósar góða veðrinu fer að þykkna í því, draga fyrir sólu, og þar fram eftir götunum.
Fór á listasafn í dag, með vinnunni. Flott og fínt, en það eru yfirleitt bara einstaka listaverk sem hafa áhrif á mig, ég varð hrifin af ca. 4 málverkum og einni styttu dag. Restina renndi ég bara yfir.
Núna ætla ég að fara að koma þessu sofandi liði úr sófanum yfir í rúmin (NB fjölskyldunni). Fer sjálf á hausinn inn í rúm hvað á hverju. Góða nótt gott fólk.
Athugasemdir
hrista af sér bloggleti
segir ein sem er einnig að farast úr bloggleti hehehehehe
Guðrún Jóhannesdóttir, 27.4.2008 kl. 17:15
Jammmm sammála hrista af sér bloggleti he he he.. Já hér á Íslandi er sumardagurinn fyrsti búinn að vera en í dag eru snjóél ææææææææ
Stúlkan mín var að koma núna heim frá því að hafa verið í DK í ca 9 mánuði í lýðháskóla,,,,, hún er á síðunni minni þe Birgitta Maggý . Þú mátt Commenta á hana svona dönskum spurningum svo að hún gleymi ekki dönskunni he he heh ehe.......
Gaman væri að fá e mailið þitt þú getur sent mér það á ernafri@simnet.is........ er svolítið spennt að sjá að börnin þín eru í fótbolta en ég er form. umf.kormáks á Hvammstanga
En þú skoðar það og bestu kveðjur
Erna Friðriksdóttir, 29.4.2008 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.