Rassgat í bala

Hefur oft vafist fyrir mér að þýða þetta á dönsku!

Danir vilja meina að rassgat (røvhul) sé hið versta skammaryrði, og "i balje" sé i besta falli bull og þessu samhengi.

Datt þetta í hug þegar sonur vinafólks okkar var sofnaður í sófanum, þegar við fullorðna fólkið, að loknu borðhaldi með heitreyktum laxi, íslensku lambalæri, og sænskri súkkulaðiköku með jarðarberjum , ís og alles (börnin okkar og þeirra voru að sjálfsögðu með í því öllu saman), vorum dottin í "Trivial Pursuit" án barna. Drengirnir, 10 ára, voru semsé sofnaðir í sófanum, algjörir rassgat í bala, á meðan okkar 8 ára stelpurófa var (og er), á útopnuðu svo hún missi ekki af fjörinu.

 Ætla mér ekki að þýða "rassgat í bala" fyrir hina foreldrana, þegar þau sækja soninn á morgun, það virkar eitthvað svo flókið á dönsku !!! Sick

Krútt  hins vegar, hljómar eins og "krudt", sem þýðir eins lags dýnamít.!!

Ekki hægt að finna almennileg samheitiLoL

Ætla hins vegar að fara að reka átta ára ungann í rúmið (í áttunda skiptið). Fatta ekki alveg háttatíma kl. 8-9 virka daga, og hanga á fótum langt fram yfir miðnætti um helgar.

Jæja, ég ætla ekki að koma upp um mig í kvöld, það getur vel verið að ég hafi fengið eitt (eða kannski tvö (eða rúmlega tvö)rauðvínsglös í kvöld, en ó, hvað við höfum haft það huggó.W00t

 

Hafið það gott, allesammen, og munið að hófsemi er lykillinn að????????????????????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

    Sæl Jónina.

    Þegar ég nota orðasambandið Rassgat í bala, er átt við lítið að einhverju, og þá jafnan mun minna en maður átti von á að fá.   Td. þegar sjómaður var spurður hvernig var aflinn þa gat maður fengið svarið ekki rassgat í bala, og vissi þar með að aflinn væri sáralítill.   Ekki get ég hjálpað þér með að snara þessu á dönsku, enda kunnáttan ekki mikil á því máli.

haraldurhar, 6.4.2008 kl. 00:39

2 Smámynd: Jónína Christensen

Takk fyrir kommentið, Haraldur. Ég held ekki ég hafi þörf fyrir að þýða þetta, finnst bara alltaf fyndið þegar mér detta í hug íslensk orðasambönd, sem eru algjört bull á dönsku.

En er það austurlenskt fyrirbæri að kalla lítil börn "rassgat í bala", þegar maður meinar að þau séu svoddan krútt????

Jónína Christensen, 6.4.2008 kl. 15:05

3 identicon

Takk fyrir afmæliskveðjuna :D

adda (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband