Þröng á þingi

Þegar ég loksins hundskaðist í rúmið klukkan "lort" í gærkvöldi, lágu eitt stykki eiginmaður, tvö stykki ungar, og eitt stykki köttur í rúminu. Ég reyndi að ýta minnsta unganum til með eigin rassi (er hvort eð er eins og jarðýta), lagðist á hliðina, það var ekki pláss til annars og fór að lesa sænska krimmann sem ég er hálfnuð með. Kötturinn móðgaðist, og reyndi að lemja mig með loppunni, en forðaði sér svo. Ekkert skrítið þótt maður sé svolítið illa sofin og asnaleg.

Er heldur ekki búin að gera neitt af viti í dag, las aðeins meira í krimmanum þegar ég vaknaði, dragnaðist í ræktina um hádegi (var búin að plana að taka daginn snemma þar...........). Og hangi svo bara í tölvunni, þetta gengur ekki....Angry

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Æji sumir dagar eru bara svona hjá okkur er það ekki ??????     Kanski of margir dagar hjá mér

Erna Friðriksdóttir, 1.4.2008 kl. 16:08

2 Smámynd: leyla

Hvar ertu í DK ?  Skvísan mín er í skóla í Sönderborg og líkar rosa vel er reyndar búin núna 15 apríl og kemur þá heim til MÖMMU :)   og ætlar að vinna hér í sumar þó að hún eigi íbúð í bænum ætlar hún að leigja hana áfram ef hún fer aftur í skóla í haust ??????   Bestu kveðjur til þín og þinna

leyla, 3.4.2008 kl. 23:35

3 Smámynd: leyla

Hún á reyndar líka  kærasta svo kanski ræðst það af því hvort hún fari í skóla eða ekki ,,,,,,,,og þau komma bæði heim til mín og vinna í summar :) Það verður gaman. Pabbi dóttur minnar á heima í bænum og vill líka fá þau en svona er þad, en ég get ekki kommenta þér inn sem bloggvin? veistu afhverju?

leyla, 3.4.2008 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband