28.6.2015 | 20:12
Hræðileg þýðing
Eitthvað hefur tekist illa að þýða þessa uppskrift, kannski er blaðamaður eitthvað óvanur í eldhúsinu.
Þrennt hefur skolast til í þýðingunni og orðið að öðru hráefni.
Cumin í ensku uppskriftinni verður að kúmeni. Ætti víst að vera broddkúmen eða kummin, og er það mjög ólíkt kúmeni.
Næst verður Cilantro að steinselju, en um er að ræða kóríander sem líkist víst ekki steinseljunni að neinu leiti, nema kannski i útliti.
Að síðustu verða red pepper flakes að paprikuflögum ( hef aldrei heyrt um það hráefni áður ). Held að það hljóti að vera átt við þurrkaðar chili flögur, enda ættu þær erindi í uppskriftina.
En mér líst svo sannarlega vel á uppskriftina, og ætla að prófa :)
Silkimjúkt avókadó-hummus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.